Um_flokkustrauma.html
UM FLÖKKUSTRAUMAUm_flokkustrauma.html
OKKAR LAUSN
Hafu_samband.html
HAFÐU SAMBANDHafu_samband.html

Umræða um áhrif rafsegulsviðsmengunar á heilsu fólks hefur farið vaxandi.  Því er haldið fram að fari rafsegulsviðsmengun upp fyrir tiltekin mörk aukist líkur á illviðráðanlegum sjúkdómum.


Rafsegulsviðsmengun verður m.a. til þegar ójafnt álag verður í heimtauginni frá rafveitunni.

 Í núlluðu rafkerfi rafveitu ( TN kerfum ) þar sem núllað er í aðal rafmagnstöflu og/eða greinitöflum, hefur verið viðloðandi vandamál að einungis hluti straumsins frá rafveitu í fasataug skilar sér til baka rétta leið um núlltaug heimtaugar (30%). Sá hluti straumsins, allt að 70%, sem ekki skilar sér um núlltaugina til rafveitunnar fer um jarðtaug hússins og spennujöfnunarkerfi. Slíkir straumar (flökkustraumar) valda óæskilegum rafsegulsviðsáhrifum í húsum, svo sem tæringu á rörum og erfiðleikum við notkun á mælitækjum og tölvubúnaði.

Á s.l. árum hafa þessir flökkustraumar vakið aukna athygli, þar sem þeir streyma um hita- og neysluvatnskerfi húsa og mannvirkja. Það skapar vandamál sem hafa reynst erfið úrlausnar. Ástæðan er einkum mikið umfang búnaðar til að takmarka flökkustrauma og verulegur kostnaður við þær lausnir, sem hingað til hafa verið reyndar.

Rafal hefur hannað og fengið einkaleyfisvernd á búnaði sem kallast Straumbeinir.

Straumbeinirinn hefur verið settur upp á nokkrum stöðum og notaður s.l. 7 ár. Á s.l. ári lét Brunamálastofnun prófa búnaðinn vegna geislamælinga. Þær prófanir sönnuðu að Straumbeinir jafnar  álagið á heimtauginni, þannig að við notkun hans verður álagsskekkja heimtaugarinnar innan við 2 % í stað allt að 70%


Við jöfnun álagsins í heimtauginni lækkar segulsviðið í öllum tilfellum.

Sem dæmi má nefna að í geymslu í húsi þar sem mæling var gerð minnkaði segulsviðið úr 2,15 µT niður í 0,07 µT

STRAUMBEINIR

Hér eru leiðbeiningar fyrir uppsetningu.


Hér er að finna mælingablað til útfyllingar.

Straumbeinir skerðir ekki gæði núllunar.

Söluaðilar: